Byggðasafn Dalvíkurbyggðar Hvoll
Safnið á Dalvík varðveitir fjölbreytta sögulega muni sem notaðir voru í daglegu lífi fólks í sveitasamfélaginu og tengjast þjóðmenningu og arfleifð. Safnið varðveitir að auki nokkra lykilgripi einstaklinga sem hvergi er að finna annarstaðar s.s.
Muni Jóhanns Kr. Péturssonar, oftast kallaður Jóhann Svarfdælingur sem talinn var hæsti maður heims á sínum tíma.
Muni úr fórum Kristjáns Eldjárns – fornleifafræðingur og fyrverandi forseta Íslenska lýðveldisins árin 1968–1980.
Safnið varðveitir einnig mikilvægar sögur kvenna um ómetanlegt framlag þeirra til samfélagsins.
Byggðasafn Dalvíkurbyggðar er ríkt af náttúrumynjum og má þar meðal annars nefna uppstoppaðan Ísbjörn og stórt fuglasafn sem eitt sinn var staðsett við Friðland Svarfaðardals á Húsabakka. Safnið hýsir einnig safn gripa frá austurströnd Grænlands, úr bænum Ittoqqortoormiit, sem hefur verið kallaður „vinabær Dalvíkur“.
Árið 1934 varð samfélagið á Dalvík fyrir harðri jarðskjálftahrinu sem leiddi til þess að margir íbúar misstu eigur sínar og hús, en mannsskaði varð enginn til allrar lukku. Skjálftinn hefur við kallaður Dalvíkurskjálftinn og segir hluti safnsins þessa sögu.
Byggðasafnið á Dalvík var formlega opnað árið 1987 í Hvoli en þurfti að að flytjast búferlum árið 2023. Safnið er án sýningarrýma um þessar mundir enn mikil vinna hefur verið lögð í að finna safninu nýtt framtíðarhúsnæði. Safnkostur er nú varðveittur á tveimur mismunandi varðveislustöðum og unnið er að skráningu gripa í þessu millibilsástandi. Að svo stöddu getum við aðeins tekið á móti takmörkuðum, smærri hópum í varðveislurýmið í Ráðhúsinu á Dalvík en hafa þarf samband fyrirfram til að bóka slíka heimsókn.



