Álagaþúfa

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
Álagaþúfan birtist sem smá steinhrúga neðarlega í aflíðandi halla út frá íbúðarhúsi Gunnars Gunnarssonar í átt að Ölfusá. Ekki er slegið við þúfuna. „Í brekkunni norður frá húsinu [5] er Álagaþúfan, sem sumir kölluðu Huldufólksþúfuna, lítil bunga í brekkunni með steinnibbu. Þar býr huldufólk, og eru á henni gömul munnmæli, að hana megi ekki skemma né heldur slá.“ (Guðmundur Kristinsson 1991:19) Álagaþúfan er 30 m norður af íbúðarhúsi Gunnars Gunnarssonar, um 30 m frá Þvottaklettum [15] og um 10 m austur af nyrsta hluta Leynis.

Aðrar upplýsingar

Heimildarmaður: Gunnar Gunnarsson
Titill
Sérheiti: Álagaþúfa
Safnnúmer
Safnnúmer B: 161794-14
Staður
Staður: Selfoss I, 800-Selfossi, Sveitarfélagið Árborg
Aðfangategund
Heimildir
Guðmundur Kristinsson. 1991. Saga Selfoss I. Frá landnámi til 1930. Selfosskaupstaður.

Upprunastaður

63°56'16.0"N 21°0'48.9"W