Móhesthús

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
Lítið sem ekkert sést af tóftinni
en finnst fyrir hleðslum þar sem húsið stóð.
„En fremst á Skákinni [austan
við Traðirnar], rétt austur af Traðarhliðinu var Móhesthúsið.“ (Guðmundur
Kristinsson 1991:19) „Móhesthús stóð á hól sem túngarðurinn lá yfir, um
10 m SA við traðarhliðið. Þetta hús var komið í tóft um 1930. Þar var talið
reimt eftir að lík af manni sem drukknaði í Ölfusá var látið standa þar
uppi.“ (Guðrún Alda Gísladóttir. 2002:53)
Austur af traðarhliði við gamla
veginn sem lá að Selfossbæjunum fast við traðirnar [11] um 10 m frá húsunum
í nýja Fosslandinu eru leifar Móhesthússins. Gamla gatan/vegurinn hættir
að sjást nokkrum metrum vestan við þar sem Þóristún beygir. Við þessa götu
þar sem hún mætir tröðunum stóð Móhesthúsið.
Aðrar upplýsingar
Heimildarmaður: Gunnar Gunnarsson
Titill
Sérheiti: Móhesthús
Safnnúmer
Safnnúmer B: 161794-12
Staður
Staður: Selfoss I, 800-Selfossi, Sveitarfélagið Árborg
Aðfangategund
Heimildir
Guðmundur Kristinsson. 1991. Saga
Selfoss I. Frá landnámi til 1930. Selfosskaupstaður.
Upprunastaður
63°56'16.0"N 21°0'48.9"W