Harmonika

1930
Hvít hnappaharmonika af gerðinni ROYAL STANDARD, 92 nótur í diskant og 120 í bassa, 5 kórar og 1 skipting. Framleidd í Þýskalandi. Í bassablokk stendur: „Carl M. Iversen, Oslo“, líklega er hún keypt þar. Einnig stendur: „Viðgerð 1950, Jóhannes Jóhannesson“.  Guðbjartur S. Guðlaugsson frá Hokinsdal í Arnarfirði, kaupir harmonikuna notaða árið 1949. Guðbjartur spilaði á þessa harmoniku á dansleikjum á Bíldudal, Auðkúlu, og á héraðsmótum á Núpi. Vönduð taska var smíðuð utan um harmonikuna af Guðbjarti. Er hann flutti til Vínarborgar árið 1956, skildi hann harmonikuna eftir hjá gefanda. 

Aðrar upplýsingar

Ártal
1930
Safnnúmer
Safnnúmer A: H-122
Stærð
47 x 18 x 35 cm Lengd: 47 Breidd: 18 Hæð: 35 cm
Staður
Staður: Skógarsel 14, 700-Egilsstöðum, Múlaþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Harmonika

Upprunastaður

65°15'36.8"N 14°23'12.2"W