veski

Veski, útsaumað með krosssaumi. Bak úr svörtu silkilérefti og fóðrað með ljósu lérefti. Milli fóðurs og útsaums er pappír. Svart, grænt, rautt, bleikt og gult ullargarn notað í útsaum. Munstur, þar sem stendur 1878 8.3. og nafnið Borghildur Pálsdóttir er saumað í veskið. Kemur úr búi Borghildar Pálsdóttur á Oddsstöðum á Sléttu, f. 9. mars 1857 á Helluvaði í Mývatnssveit, dáin 17. maí 1938 að Harðbak á Sléttu.  Einn af munum sem Jakobína Guðmundsdóttir fyrrv. skólastjóri gaf til safnsins. 

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: veski
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2007-66-1
Stærð
25 x 6 x 15 cm Lengd: 25 Breidd: 6 Hæð: 15 cm
Staður
Staður: Oddsstaðir, 671-Kópaskeri, Norðurþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Byggðasafn N-Þingeyinga
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Veski

Upprunastaður

66°29'55.7"N 16°25'49.9"W