Útilega, Gullfoss o. fl.
1960 - 1970

Varðveitt hjá
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Um 200 feta löng kvikmyndafilma, 8mm á breidd, af eldri gerð (ekki Super 8). Filman, sem líklegast er klippt saman úr 5-6 styttri bútum, er undin á gegnsæja spólu úr plasti. Gulur flipi merktur Kodak heldur filmunni svo hún losnar ekki af spólunni.
Myndefni filmunnar:
ÚTILEGA Á ÍSLANDI
-Ungur maður gerir leikfimisæfingar utan við hefðbundið útilegutjald á grasflöt.
-Náttúra og vötn í nágrenninu, synt í vatninu og róið á árabáti
-Sumarhúsabyggð
ÚTHVERFI Í REYKJAVÍK
GÖTUMYND AF HRINGBRAUT Í HAFNARFIRÐI
- Drengur hjólar yfir götuna, glyttir í St. Jósefsspítala
FALLEGUR DAGUR UM HAUST
-Börn að leik í grasi, fullorðin kona með.
FJÖLSKYLDAN Í NÆRMYND
-Móðir og sonur í ofurnærmynd fyrir utan heimili þeirra, andlytin fylla út í myndrammann.
-Flugvél lent á grasi
-Telpa leikur sér að dúkkuvagni
-Litrík blóm í heimagarði í Hafnarfirði.
BÁTSFERÐ
-Drengur róir árabáti af krafti,líklega með móður sína um borð.
LAUTARFERÐ
-Lautarferð á fallegum degi með ungum drengi og hugsanlegum foreldrum hans.
GULLFOSS
-Heldur hefðbundin mynd af Gullfossi. Fámennt er á svæðinu og lítið um mannvirki.
-Ókunn kirkja, hugsanlega í nágreninu
-Leikur og hvíld í fjöru
REYKJAVÍK
-Virðuleg hjón á gangi um Austurvöll í fullum blóma á fallegum sumardegi.
-Blokkir og nýbyggingar í Reykjavík
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Útilega, Gullfoss o. fl.
Ártal
1960 - 1970
Safnnúmer
Safnnúmer A: BH 2020-8-6
Stærð
12.6 x 12.6 x 1.3 cm
Lengd: 12.6 Breidd: 12.6 Hæð: 1.3 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kvikmyndafilma
