Brennimark, á húsdýrum

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
Brennimark grafið á það Kolviðarh.( e. Kolviðarhóll ). Skúli Helgason fann það af tilviljun í járnarusli (sorphaug) fyrir vestan húsin á Kolviðarhóli í Ölfusi. Brennimarkið er með skafti og lítt slitið og skemmt. Notað á tól og vagna sem oft voru lánaðir.
Kolviðarhóll var um langt skeið helsti áningarstaður ferðafólks á leið yfir Hellisheiði. Þar bjuggu gestgjafar sem veittu gistingu og sáu um veitingar. Kolviðarhóll sem áningarstaður mátti lifa þrjú tímabil. Fram til aldamóta 1900 voru það klyfjahestarnir, svo kom annað tímabilið hestvagnaöldin og mátti sjá fjölmarga hestvagna á hlaði Kolviðarhóls. Upp úr 1920 koma bílar til sögunnar og var á fyrstu áratugum bílaaldar venja að komið væri við á „Hólnum“. Kolviðarhól var lokað árið 1952 og stórt og reisulegt hús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar var rifið af Reykjavíkurborg árið 1970.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Skúli Helgason
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: BÁ-581
Stærð
35 x 0 cm
Lengd: 35 cm
Staður
Staður: Kolviðarhóll, Ölfus
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Brennimark, á húsdýrum
Heimildir
Skúli Helgason: Saga Kolviðarhóls. (Selfoss, 1959).
Upprunastaður
64°3'1.2"N 21°24'5.3"W



