Tóbaksdós
1860 - 1900

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
Neftóbaksdós, sporöskjulaga úr messingblöndu með silfurplatta á loki sem á stendur JÓN. Sett saman úr þremur einingum botn, hliðar og lok en lokið er með hjörum. Úr eigu afa gefenda, Jóns Eiríkssonar bónda á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi frá 1860 til 1898.
Það má ætla að neftóbaksbyttur/dósir/baukar hafi verið hið mesta þarfaþing. Ponta var líka til, þá var talað um að stúta sig eða snússa sig, þegar hellt var úr pontu upp í nef sér. Um tóbaksnotkun segir:
„Sumir stútuðu sig helst úti í vindi. Flestir tóku af handarbaki. Úr dósum tóku flestir milli fingra sér og stungu í nefið. Einstaka miklir tóbaksmenn ráku nefið niður í dósina og sugu fast.“
Nú er úti nauð og þá
nú er duggan komin.
Nú er tóbak nóg að fá
nú skal fylla kvominn.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1860 - 1900
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: BÁ-3002
Stærð
6.2 x 4.8 x 1.4 cm
Lengd: 6.2 Breidd: 4.8 Hæð: 1.4 cm
Staður
Staður: Stóra-Ármót, 801-Selfossi, Flóahreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Tóbaksdós
Upprunastaður
63°59'9.0"N 20°55'53.1"W
