Skrifpúlt

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
Skrifpúlt úr eik, stærð 51,5 x 52,0 cm og hæð 16,5 cm. Tvær skúffur eru inni í púltinu, stærð: 18,5 sm á lengd, 9,0 sm á hæð og 7,0 sm á dýpt. Með nákvæmri geirneglingu. Púltið er úr eigu Jóns Halldórssonar stórbónda á Búrfelli í Grímsnesi 1845-1868, smíðað af Bjarna Jónssyni snikkara, er smíðaði Búrfellskirkju. Eftir Jón Halldórsson átti púltið Þorkell bóndi Þorleifsson á Brjánsstöðum í Grímsnesi og gaf hann það Skúla Helgasyni.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: BÁ-3
Stærð
51.5 x 52 x 16.5 cm Lengd: 51.5 Breidd: 52 Hæð: 16.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skrifpúlt