Kleinujárn

Varðveitt hjá
Byggðasafn Árnesinga
"Kleinujárn með tvinnakefli fyrir skaft, úr kopar og tré, rautt og koparlitað. Sigurjón í Forsæti í Villingaholtshreppi heldur að járnið sé innlend smíði steypt, og síðan séu tennurnar lagaðar til. Skaftið hefur greinilega brotnað af og keflinu verið stungið á í staðinn. Fundið í dóti á Kiðjabergi í Grímsnesi." (Aðfangaskrá)
Neysla og nýir hlutir. Á tímum loftslagsvár og aukinnar meðvitundar um ábyrgðina sem berum öll saman verður gildi hvers grips meira. Það er ekki lausn að henda í ruslið því sem hefur látið á sjá.
Í dóti á Kiðjabergi í Grímsnesi fann Hildur Hákonardóttir safnvörður kleinujárn árið 1986. Það er úr kopar og tré, rautt og koparlitað. Kleinujárnið hefur tvinnakefli fyrir skaft, skaftið hefur greinilega brotnað af og keflinu verið stungið á í staðinn.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Halldór Gísli Gunnlaugsson-Erfingjar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: BÁ-1476
Stærð
11.2 x 4 cm
Lengd: 11.2 Breidd: 4 cm
Staður
Staður: Kiðjaberg, Grímsnes- og Grafningshreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kleinujárn
Upprunastaður
64°0'3.3"N 20°46'43.7"W
