Philips 2540.
1930 - 1931

Varðveitt hjá
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Philips 2540. Framleitt í Hollandi 1930-1931. Rafhlöðutæki. DC. 2-4 volt &100-110 volt. Einnig 15 volt. Bylgjusvið: LW. MW.
Jón Siggeyrsson(f. 13.7.1884, d.16.10.1967 ) bóndi og kirkjuorganisti Hólum Eyjafirði átti tækið.
Þór Gunnarsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er lærður loftskeytamaður og útskrifaðist úr því fagi árið 1961, þaðan kemur áhugi hans fyrir útvarpstækjunum. Hann starfaði aldrei sem loftskeytamaður því beint eftir útskrift hóf hann störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem hann starfaði í rúm 40 ár. Þór fór að safna útvörpum upp úr 1980 með það í huga að endurbyggja gömul tæki þegar hann kæmist á eftirlaun. Árið 2006 færði Þór Byggðasafni Hafnarfjarðar safn sitt sem hefur að geyma mörg hundruð tæki; útvarpsviðtæki, sjónvörp, plötuspilara, segulbandstæki, talstöðvar, bátastöðvar, íhluti og ýmislegt annað.
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Philips 2540.
Ártal
1930 - 1931
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2022-2-74
Stærð
40 x 46 x 24 cm
21 kg
Lengd: 40 Breidd: 46 Hæð: 24 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Útvörp
Efnisorð / Heiti
Heimildir
„Á fyrsta litsjónvarpið líka“ Fréttablaðið 19. janúar 2004. Bls. 26





