Ausa, til borðhalds

Stór silfur ausa, skreytt með laufamunstri á skafti. Stimpill aftan á BM þrisvar og á utanverðum botni ausunnar BM tvisvar. BM stendur fyrir Björn Magnússon gullsmið (1809-1866). Ausan var í eigu maddömu Önnu Kristínar Ebenezersdóttur húsfreyju í Vigur og var notuð til að ausa rommtoddíi í stærri veislum. Samskonar mynstur er á ausunni og á skeið no.1962-8. Kassi 47.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 466 Safnnúmer B: 2006-118
Stærð
33 x 10.5 cm Lengd: 33 Breidd: 10.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti