Færi með tvíása sökku frá Þverá

1920 - 1930
Varðveitt hjá
Byggðasafnið Reykjum
Færi með tvíása sökku nákvæmlega eins og nr. 53. Línan er þó sennilega aðeins 3 punda og önglarnir fleiri. Á annarri öngullínunni er blýfisksakka með tveimur litlum önglum, sem steyptir eru saman í sökkuna og er hæð þeirra 8 - 10 cm. Við enda hinnar linurnar er 15 cm. langur öngull steyptur í blýsíld. Niður úr honum liggur um 50 cm. löng lína. Á enda hennar er blýfiskssakka með tveim litlum önglum af sömu gerð og á hinni línunni. Á báðar blýfiskssökkurnar eru merktir stafirnir KH. Færið er komið frá Þverá í Norðurárdal og átti Kári Guðlaugsson það 1920 - 30.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Færi með tvíása sökku frá Þverá
Ártal
1920 - 1930
Safnnúmer
Safnnúmer A: 54
Staður
Staður: Þverá, 545-Skagaströnd, Húnabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Sakka
Heimildir
Safnskrá Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.

Upprunastaður

65°45'57.4"N 20°4'3.8"W