Snældustóll

1830 - 1850
Snældustóll smíðaður af Hallgrími Hallgrímssyni einhenta 1830-1850. Stóllinn er grind 104.3 x 48.5 cm með langslá í miðju. Teinar ganga gegnum langslár 3 að tölu, eru snældurnar þannig í 2 röðum, átta hvoru megin. Stólnum fygldu 10 snældur. Snældustóll þessi var notaður þegar verið var að rekja vef. Var stóllinn látinn standa upp við vegg í hæfilegri fjarlægð frá rakgrindinni. Úr stól, sem þessum var hægt að rekja af 16 snældum, þ.e. 16 þræði í einu. Þegar þráðurinn var undinn upp á snældurnar var það kallað að "balbína".

Aðrar upplýsingar

Ártal
1830 - 1850
Safnnúmer
Safnnúmer A: 533
Stærð
104.3 x 48.5 x 0 cm Lengd: 104.3 Breidd: 48.5 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Krosshús, Þingeyjarsveit
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Byggðasafn S-Þingeyinga
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Snældustóll

Upprunastaður

66°9'44.8"N 17°50'36.8"W