Hesputré

1830 - 1850
Hesputré á þrífæti. Platan 22 x 17,5 cm - 20 cm frá gólfi. Uppistaðan úr 6.5 x 6.5 cm planka - lend 52 cm, fyrir utan hún að ofan. Í uppistöðunni ofarlega er tannhjól úr eik sem telur snúningana þegar hespað er og gengur trissa í tennurnar og færir hjólið. Hún er á ás sem gengur í gegnum uppistöðuna. Á hinum enda ássins er krossinn með fjórum örmum og þverstykkjum á armaendunum 18 cm löngum. Einn hringur umhverfis krossinn yfir þverstykkin er 137 cm. Fjöður (brotin af) sem smellur og gefur merki við ákveðna tölu hringa umhverfis krossinn. Sömuleiðis pinni fram úr einum armi krossins sem haldið var um þegar hespað var. Hesputré var notað til að vinda upp band af snældum eða úr hnyklum í hespur. Hespa skiptist í 12 knekk. Í hverju knekki voru 50 snúningar. Þegar vitað var um lengd hringsins umhverfis krossinn var jafnan ákveðin lengd banda í hverri hespu. Þetta hesputré úr búi Sigurlaugar Guðlaugsdóttur, síðari konu Indriða Ólafssonar í Garði Aðaldal (3. eiginmaður hennar). S.G. síðar húsfreyja í Krosshúsum, Flatey.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1830 - 1850
Safnnúmer
Safnnúmer A: 532
Staður
Staður: Krosshús, Þingeyjarsveit
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Byggðasafn S-Þingeyinga
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Hesputré

Upprunastaður

66°9'44.8"N 17°50'36.8"W