Glerbor, skráður e. hlutv.

Glerbor - leibor. Allir af svipaðri gerð en missverir 3 - 5 cm á lengd í stuttu skafti, hæfilegu í hendi. Borir þessir voru notaðir til þess að bora fyrir spöngum á gler- eða leirílátum: skálum, diskum, bollum o.s.frv. Algeng aðferð var að bora gat sitt hvoru megin við sprunguna, loka þeim að innan með brauðdegi en búa til mót fyrir spöngina úr brauðdegi að utan. Síðan var bráðnu blýi eða tini rennt í mótið. Fylltust þá bæði götin og mynduðu spöng á milli. Stundum var vír settur til styrktar á milli gatanna og í þau og tininu síðan rennt meðfram.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 419
Staður
Staður: Þverá, 641-Húsavík, Þingeyjarsveit
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Byggðasafn S-Þingeyinga
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

65°43'51.9"N 17°14'40.7"W