Seðill, peninga-
1934
Varðveitt hjá
Myntsafn Seðlabanka og Þjms
50 krónu seðill úr annari seðlaröð Landsbanka Íslands.
Þessi seðill tilheyrir þriðju prentun með bókstafnum B í byrjun raðnúmers.
Undirskriftir. Á seðlum í þessari röð eru báðar undirskriftir ávallt prentaðar.
Á árunum 1927 og 1928 setti alþingi nýja löggjöf um
Landsbanka Íslands. Þar voru mörkuð þau þáttaskil að
Landsbankanum var fengið hlutverk seðlabanka og
einkaréttur til seðlaútgáfu. Skyldi Landsbankinn gefa út
seðla sem fullnægðu gjaldmiðilsþörf í innanlandsviðskiptum.
Í lögunum er gert ráð fyrir því að seðlar
bankans séu gulltryggðir og innleysanlegir gegn gulli,
en tekið fram að ákvæði um innlausnarskylduna komi
ekki til framkvæmda fyrr en alþingi ákveði það sérstaklega.
Það var ekki gert.
Seðlar gefnir út samkvæmt lögum nr. 10 / 15. apríl 1928
um Landsbanka Íslands, 100 kr. seðill þó samkvæmt
lögum nr. 48 / 31. maí 1927 um Landsbanka Íslands.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1934
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: ISB-229-1
Stærð
70 x 120 mm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Safn Íslandsbanka
Áletrun / Áritun
Myntmerki
Myntmerki
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Seðill, peninga-
Myndefni: Andlitsmynd
Myndefni: Bókstafur
Myndefni: Bygging
Myndefni: Foss
Myndefni: Ártal
Myndefni: Tölustafur
Myndefni: Andlitsmynd
Myndefni: Bókstafur
Myndefni: Bygging
Myndefni: Foss
Myndefni: Ártal
Myndefni: Tölustafur
Útgáfa / Sería
B 0465123
Gjaldmiðill
Nafnverð: 50 Króna/-ur
Heimildir
Opinber gjaldmiðill á Íslandi Útgáfa og auðkenni íslenskra seðla og myntar, Reykjavík 2002
Auglýsing Fjármálaráðuneytis 16. sept. 1935 um að út séu gefnir
nýir 5 króna bankaseðlar samkvæmt lögum um Landsbanka Íslands.
Lögbbl. 19. sept. s.á.



