Öskubakki

Öskubakkinn er hringlaga en með litlu skafti, 3,5 cm að lengd. Hann er úr gráleitun tálgusteini. Brúnir öskubakkans er 1,6 cm. að breidd og í hana hefur verið skorið með rúnaletri. "Kristján Eldjárn á þennan öskubakka með réttu og enginn annar". Í skaftið hefur einnig verið skorið skraut er líkist skátaliljunni. Öskubakkinn er 2,5 cm. djúpur. Kristján bjó til öskubakkann á Grænlandi sumarið 1937.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer B: 2004-440-66
Stærð
12 x 4 x 0 cm Lengd: 12 Breidd: 4 Hæð: 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Öskubakki