Björg Ebenesersdóttir

1.5.1904 - 02.02.2005
Staða
Húsfreyja
Staður
Staður: Harrastaðir, 371-Búðardal, Dalabyggð Sveitarfélag 1950: Miðdalahreppur Staður: Rauðbarðaholt, 371-Búðardal, Dalabyggð Sveitarfélag 1950: Hvammshreppur Dal.
Ítarupplýsingar
Vefbirting: Björg Ebenesersdóttir. Fædd 1. maí 1904 í Rauðbarðaholti. Dáin 2. febrúar 2005. Ólst upp í Rauðbarðaholti 1904-1915 og Valþúfu á Fellsströnd 1915-1921. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli 1928-1929. Húsfreyja á Harrastöðum í Miðdölum. For. Ebeneser Kristjánsson (1882-1909) bóndi og Elínbjörg Jónasdóttir (1864-1939) ljósmóðir í Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Hálfbræður Bjargar sammæðra voru Jóel (1892-1937), Guðjón (1896-1983), Þórarinn (1897-1981) og Jóhannes (1899-1987). Maður Bjargar var Guðmundur Þorbjörn Ólafsson (1891-1958) bóndi. Börn þeirra eru Valgerður (1934-2024), Guðmundur Ólafs (1936), Jóel Vésteinn (1938) og Elínbjörg (1941-2025). Heimildir: Jón Guðnason. 1961. Dalamenn I. Bls. 262. Jón Guðnason. 1961. Dalamenn II. Bls. 102. Stúdentasöfnun 1976, titilblað fyrir Björgu Ebenesersdóttur.
Tengd aðföng