Archaeology Remain

In preservation at
Árnessýsla Heritage Museum
Garðurinn er um 30 sm hár og vel
gróinn grasi en mjög greinilegur. Hann skildi af Vestur- og Austurbæjartúnin.
Garðurinn er um 73 m langur.
„Fyrir vestan Traðirnar [11] er
Framtúnið og vestur af því Kotatún með fjárhúsum á því miðju. Það nær vestur
að túngarði, sem gengur norður á bergið við ána.“ (Guðmundur Kristinsson
1991:19) „Túngarðurinn er nú horfinn með öllu. Gunnar Gunnarsson (f. 1928)
man eftir honum frá Baðhesthúsinu [2] meðfram Þóristúni og vestur í Kot
fram á bergið við ána. Hann hvarf smátt og smátt því menn fengu úr honum
grjót til bygginga í bænum. Vírgirðing er nú þar sem garðurinn var.“ (Guðrún
Alda Gísladóttir. 2002:53)
26 m frá tóftum útihúsa [3 og 4]
er hlaðinn garður sem er vel sjáanlegur. Norðurendi garðsins endar við
hús Austurbæjar (Selfoss II), suðurendinn nær að Þóristúni. Baðhesthúsið
[2] er við suðurenda garðsins.
Main information
Source: Gunnar Gunnarsson
Object-related numbers
"Museumnumber b": 161794-13
Dimensions
Lengd: 73 m
Place
Staður: Selfoss I, 800-Selfossi, Sveitarfélagið Árborg
Record type
References
Guðmundur Kristinsson. 1991. Saga
Selfoss I. Frá landnámi til 1930. Selfosskaupstaður.
Guðrún Alda Gísladóttir. 2002.
Menningarminjar í Sandvíkurhreppi. Svæðisskráning. Fornleifastofnun
Íslands, Reykjavík.
Place of origin
63°56'16.0"N 21°0'48.9"W