Árnessýsla Heritage Museum

Byggðasafn Árnesinga safnar, varðveitir og miðlar sögu og menningarfleið Árnessýslu. Eigendur safnsins eru þau átta sveitarfélög sem tilheyra sýslunni; Sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur og Hrunamannahreppur. Sýningarhús safnsins eru flest staðsett á Eyrarbakka og ber fyrst að nefna Húsið, kaupmannshús reist 1765 og Assisentahúsið. Í göngufæri eru einnig sýningar í alþýðuhúsinu Kirkjubæ, Eggjaskúrnum svokölluðum og Sjóminjasafninu. Byggðasafnið rekur Sjóminjasafnið á Eyrarbakki samkvæmt þjónustusamningi við eigendur þess, Sveitarfélagið Árborg. Beitingaskúr sem stendur við sjó nokkuð frá safnasvæðinu er hluti af Sjóminjasafninu. Byggðasafnið er hluteigandi af litlu safni, Rjómabúinu á Baugsstöðum og sinnir rekstri þess. Baugsstaðir eru rétt austan við Stokkseyri. Miðlun í Þuríðarbúð, tilgátuhúsi sem er staðsett á Stokkseyri er að hluta á ábyrgð safnsins. Varðveisluaðstaða safnsins er til húsa á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Þar er skrifstofa safnsins, varðveislurými fyrir alla safngripi og aðstaða fyrir faglegt starf, eins og skráningu, pökkun, ljósmyndun, forvörslu og rannsóknarstarf. Í vörslu safnsins eru yfir 8.000 gripir og u.þ.b. 6.700 ljósmyndir. Í byggingunni á Búðarstíg er fjölnota salur sem nýttur er til viðburða af ýmsu tagi. Stofnun safnsins má rekja alveg til ársins 1942 þegar fyrstu hugmyndir um safn voru viðraðar á sýslufundi Árnesinga. Áratugur leið þar til safnið var stofnað. Árið 1954 var Skúli Helgason frá Svínavatni fenginn til starfa og söfnun gripa hófs. Fyrsta sýning safnsins var opnuð í húsnæði þess að Tryggvagötu 23 á Selfossi árið 1964. Pétur M. Sigurðsson var safnvörður frá 1973 til 1985. Hildur Hákonardóttir tók við af honum og stýrði safninu þar til Lýður Pálsson núverandi safnstjóri tók við af henni árið 1993. Sýningum safnsins á Selfossi var lokað árið 1994 þegar safnið fékk nýtt sýningarhúsnæði; Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka. Nýjar grunnsýningar voru opnaðar þar árið 3. ágúst 1995. Byggingin er í eigu húsasafns Þjóðminjasafnsins og er friðuð samkvæmt minjalögum. Safnið er rekið undir stjórn Héraðsnefnd Árnesinga.