Archaeology Remain

Traðirnar eru um 90 m langar en hleðslan meðfram þeim hættir að sjást 43 m frá upphafi traðanna við hlað Vestur- og Austurbæjanna. Eftir 43 m að 90 m eru traðirnar hærri en umhverfið í kring. Traðirnar eru vel grasi grónar. „Þegar komið var að Selfossi að austan, var ekki farið yfir túnið frá Básum [Básnum] [23], enda var sá vegur ekki lagður fyrr en um 1935. Frá ómunatíð hafði verið sveigt til suðurs með túnunum. Var það kallað að „fara með görðum“. Þegar komið var útsuður frá bænum, var komið í Traðirnar. Þær voru með hlöðnum grjótgörðum beggja vegna.“ (Guðmundur Kristinsson 1991:18-19) „1999: Traðirnar sjást enn, malarborin [grasigróin í dag (2005)] heimreið frá túngarði heim á hlað. Austast, næst bænum, milli nýlegra íbúðarhúsa, er lágur kantur meðfram tröðunum beggja vegna, sennilega hlaðinn, en annars sést hvorki fyrir hleðslum né niðurgrefti í tröðunum.“ (Guðrún Alda Gísladóttir. 2002:53) Traðirnar liggja frá hlaði Austur- og Vesturbæjar og þaðan í SV. Séu traðirnar gengnar frá bæjarhlaði þá er Skákin á vinstri hönd og Framtún á þá hægri. Gamli vegurinn er við suðurenda traðanna hann er sjáanlegur í dag en mikið niðurgrafinn og gróinn. Nýja hverfið Fossland nær alveg að gamla veginum. Stólpi af gamla traðarhliðinu stendur enn.

Main information

Object-related numbers
"Museumnumber b": 161794-11
Dimensions
Lengd: 90 m
Place
Staður: Selfoss I, 800-Selfossi, Sveitarfélagið Árborg
References
Guðmundur Kristinsson. 1991. Saga Selfoss I. Frá landnámi til 1930. Selfosskaupstaður. Guðrún Alda Gísladóttir. 2002. Menningarminjar í Sandvíkurhreppi. Svæðisskráning. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.

Place of origin

63°56'16.0"N 21°0'48.9"W