Landaparís

Púði sem gerður var eftir teikningu Auðar Laxness. Púðann kallaði Auður, Landaparís. Karen Tómasdóttir teinaði og saumaði púða 2017. Á safninu er einnig að finna púðann sem Auður saumaði sjálf, en hann er í geymslu safnsins.  

Main information

Title
Title: Landaparís
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2002-667
Dimensions
38 x 48 x 8 cm Lengd: 38 Breidd: 48 Hæð: 8 cm
Place
Staður: Gljúfrasteinn, 270-Mosfellsbæ, Mosfellsbær
Exhibition text
Þegar við settum upp sýninguna "Fín frú, sendill og allt þar á milli" um Auði Laxness 2014 vaknaði áhugi okkar á að athuga hvort mögulegt væri að sauma púðann upp á nýtt. Karen Tómasdóttir kom til liðs við safnið 2016 - 17 og saumaði púðann sem er nú til sýnis í stofunni á Gljúfrasteini.  Í skýrslu sem Karen skrifaði kemur m.a. fram: "Mjög erfitt var að finna garn sem líktist því garni sem upprunalegi púðinn var saumaður með. Eftir mikla leit í verslunum, heimahúsum, hjá Hringskonum, Heimilisiðnaðarfélaginu og í Tallin í Eistlandi tókst mér að lokum að safna saman garni sem ég var ánægð með. Ég lagði áherslu  að hafa garnið í þeim litum sem voru líkastir fyrirmyndinni þó svo að púðinn væri orðinn nokkuð upplitaður. Einnig vildi ég hafa garnið ullargarn og að það hefði svipaða áferð og grófleika og það garn sem Auður saumaði púðann með. Púðinn er saumaður í stramma með gróðfleika 5 spor pr.sm. Garnið er úsaumsgarn og prjónagarn og þar sem sumt var grófara en annað verð ég að taka einn þráð úr til að fá jafna áferð. Púðinn er saumaður með saumsopri sem heitir Petit point eða hálft krossspor. En allar svartar og lóðréttar línur eru saumaðar með venjulegum krosssaum."
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Púði

Place of origin

64°10'51.3"N 21°34'54.4"W