Rokkur

1917
Rokkur. Spunarokkur úr mahóni-við með kopar hnokkatré en brúðan er úr nýsilfri. Tvær skrautdoppur úr beini renndar og skornar eru á pallinum, einnig töppin ofan á snúðinum. Á pallbrúnina er skorið ártalið 1917. Jóhann Guðmundsson var orðlagður smiður og listfengur við það sem hann fékkst við. Var giftur Bríeti Þórólfsdóttur dáin 28.2.1970, en Jóhann lést árið 1928 aðeins 39 ára gamall. Gripir númer BÁ: 1176-1193 eru gefnir af börnum Bríetar og Jóhanns, að henni látinni, og eru allir smíðaðir af Jóhanni.

Main information

Dating
1917
Object-related numbers
Museumnumber a: BÁ-1176
Dimensions
75 x 0 cm Lengd: 75 cm
Place
Staður: Iða 1, 801-Selfossi, Bláskógabyggð
Exhibition text
Á sumarsýningunni "Missir" í Húsinu árið 2021 voru gripir Jóhanns sýndir. Eftirfarandi er brot úr sýningartexta: Jóhann Kristinn Guðmundsson (1889-1928) Iðu í Biskupstungum Eiginkona: Bríet Þórólfsdóttir (1891-1970) Börn: Ámundi (1918-1997), Ingólfur (1919-2005), Gunnar (1920-2005), Sigurlaug Guðrún (1922-2011) og Unnur (1923-2004) Jóhann bóndi á Iðu var þekktur hagleikssmiður líkt og margir í hans ætt . Slíkri smiðir voru eftirsóttir og hann ferðaðist mikið um sveitina við þá vinnu sína. Jóhann veikist og lagðist á spítala sumarið 1927 og dó um veturinn 39 ára gamall af óþekktu innannmeini. Samhjálpin í samfélaginu var mikil. Heyskapurinn hafi farist um sumarið og sveitungar Bríetar í Ungmennafélaginu lögðu henni lið og tóku allt féð í fæði veturinn þegar Jóhann liggur banaleguna. Bríet stóð uppi ein með fimm ung börn þegar til hennar réðst Loftur Bjarnason í vinnu. Hann verður hennar lífsförunautur. (vinur ekki sambýlismaður). Fjölskyldan varðveitti ótal gripi sem Jóhann smíðaði og skar út en einnig smíðatólin hans. Rokkur, snældustokkur, prjónastokkur með nafn konu sinnar ígrafið og næla úr beini eru allt gripir sem bera vott um listfengi Jóhanns. Börn Jóhanns gáfu safninu gripina eftir lát móður þeirra Bríetar árið 1970.
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Rokkur

Place of origin

64°6'11.5"N 20°30'58.8"W