Lágmynd, + hlutv.

Bronsuð lágmynd af Sigfúsi Þ. Öfjörð, bónda á Lækjamóti í Sandvíkurhreppi. Fæddur árið 1892 og dáinn 1963. Sigfús var einn af forvígismönnum Árnesinga í ræktun og vélvæðingu landbúnaðarins. Árið 1943 réðst hann í það, fyrstur íslenskra bænda, að kaupa jarðýtu til ræktunarstarfa og vegagerðar. Sigfús kom við mörg fleiri framfaramál landbúnaðarins. Í minningu hans fengu vinir hans og sveitungar Guðmund frá Miðdal til að gera þessa mynd af Sigfúsi.

Main information

Object-related numbers
Museumnumber a: BÁ-1436
Dimensions
52 x 40 cm Lengd: 52 Breidd: 40 cm
Place
Staður: Lækjarmót 1, Sveitarfélagið Árborg
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá

Place of origin

63°55'1.8"N 20°59'26.6"W