Eldhúskollur

Hvalbein, hryggjarliður,  sem notað var sem undirstaða við að berja harðfisk. Úr dánarbúi Halldórs Andréssonar dáinn árið 1997. Foreldrar hans voru Andrés Markússon og Jónína Kristjánsdóttir (frá Langholtsparti í Hraungerðishreppi) sem bjuggu frá 1939 til 1969 í Grímsfjósum í Stokkseyrarhreppi. Áður bjuggu þar 1903-1939 foreldrar Andrésar þau Markús Þórðarson og Halldóra Jónsdóttir.  Hryggjarliðurinn var notaður í eldhúsi vesturbæjarins á Grímsfjósum á Stokkseyri. Þar bjó Helga, einstæðingur sem fór ekki troðnar slóðir og var sérkennileg. Eldhúsið hennar var í skansi og þar inni sat hún á þessum hryggjarlið úr hval. Þetta var hlóðaeldhús og hún hafði teppi fyrir dyrunum sem snéri til hafs. Helga bar viðurnefnið „Helga he he“ meðal Stokkseyringa. Þegar hún féll frá eignaðist Andrés Markússon í austurbæ Grímsfjósahryggjarliðinn. Dánarbú Halldórs, sonar Andrésar, afhenti safninu hryggjarliðinn ásamt mörgum fleiri munum árið 1997. Þó að í heimild hafi verið sagt að hryggjarliðurinn hafi verið eldhússtóll „Helgu he he“ benda ummerki á honum til þess að hann hafi verið notaður sem undirstaða við að berja harðfisk. Slitið er í miðju eins og eftir hníf eða öxi. Alltítt var að svona hryggjarliðir væru notaðir sem sæti í hlóðaeldhúsum.

Main information

Object-related numbers
Museumnumber a: BÁ-2831
Dimensions
32 x 0 cm Lengd: 32 cm
Place
Staður: Grímsfjós, Sveitarfélagið Árborg
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords