Bæjarskilti
1884

In preservation at
District Cultural Center
Trérammi / skilti með útskornum stöfum þar sem stendur: AUSTARALAND Páll Jóhannesson 1884. Hlutinn gerði Guðmund Pálsson bíldhöggvarI. Afhent af Halldóru Egilsdóttur. Stærð 81 x 46 cm.
Main information
Dating
1884
Material
Object-related numbers
"Museumnumber b": 1959-101-1
Dimensions
81 x 46 cm
Lengd: 81 Breidd: 46 cm
Place
Staður: Austaraland, 671-Kópaskeri, Norðurþing
Record type
Collection
Undirskrá: Byggðasafn N-Þingeyinga
Keywords
Keyword: Bæjarskilti
References
Guðmundur var sonur Páls Grímólfssonar bónda og konu hans Þuríðar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu í Fornaseli á Mýrum og þar fæddist Guðmundur. Hann var kallaður bíldur eða bíldhöggvari. Hann stundaði nám í tréskurði í Kaupmannahöfn. Hann skar út upphleypta kirkjugripi, trúarlegar myndir og altaristöflur en vann einnig fyrir sér með því að skera út nytjahluti eins og t.d. vindhana til nota heima á bæjum. Tvö verka hans eru sérstaklega þekkt: Yfirstykki utan um enska altaristöflu úr alabastri frá 15.öld í Þingeyrarkirkju og sporöskjulöguð eikarþynna með mannamyndum, líklega úr sömu kirkju. Guðmundur var hvergi heimilisfastur og dvaldi hvergi langdvölum. Hann átti lítinn bát sem hann ferðaðist um á á sumrin. Hann lést á Ystahóli í Sléttuhlíð 54 ára gamall.
(Heimild EMM og Blanda grein eftir Jón Jóhannsson skrifuð árið 1932.)
Place of origin
66°0'19.7"N 16°25'23.4"W
