Copyright: Myndstef, Auður Sveinsdóttir Laxness-Erfingjar

Landaparís

Púðan Landaparís saumaði Auður eftir eigin munstri en áhrifa gætir í munstrinu frá módernískum verkum, í kúbískum stíl. Auður keypti þráð og stramma í púðann í fyrstu ferð sinni með Halldóri til Parísar árið 1948 en í sömu ferð sótti hún sýningu Picassos, Oeuvres de Provence i Galerie Louise Leiris í París. Af formunum sem koma fyrir í Landaparís að dæma hefur Auður orðið fyrir áhrifum af verkum Picassos en í útsaumnum skráir hún þá upplifun og þau áhrif sem hún varð fyrir í þessari fyrstu ferð sinni til Parísar. Landaparís er aðeins eitt dæmi um verk eftir Auði þar sem frumsamið munstur kemur fyrir, í púðum sem m.a. eru varðveittir á Gljúfrasteini og í ýmsum öðrum verkum Auðar má sjá áhugaverð munstur og notkun óvenjulegra aðferða.

Main information

Title
Art title: Landaparís
Object-related numbers
Museumnumber a: HKL-2002-88
Dimensions
35 x 43 x 0 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Listaverkaskrá
Classification
Copyright
Copyright: Myndstef Copyright: Auður Sveinsdóttir Laxness-Erfingjar
References