Grammófónn

In preservation at
Akranes Folk Museum
Grammófónn úr búi hjónanna Sigurðar Þórðarsonar (f.1891) og Ástu Jónsdóttur (f.1895) á Laugarbóli í Nauteyrarhreppi í N-Ísafj.sýslu.Sigurður eignaðist grammófóninnnokkru fyrir 1920. Man ekki nákvæmlega hvaða ár,en telur hann vera úr fyrstu sendingar þessarar tegundar ,er komu til landsins. Meðal margra er komu að Laugabóli og minnist Sigurður sérstaklega Sigvaldar Kaldalóns, tónskálds, er var héraðslæknir í Nauteyrarhéraði um tólfára skeið, og þeir miklir vinir, hann og Sigurður, Sigursgeirs, þáverandi prestss og prófasts á Ísafirði og læknana Karls Magnússonar á Hólmavík og Knúts Kristinssonar er allir voru miklir söngunnendur. var oft spilað og hlusta allt kvöldið og langt fram á nótt, er þessa vini mína bar að garði skrifar Sigurður m.a. í upplýsingum er hann lét fylgja grammófóninum. Sturlaugur Böðvarðsson útgerðamaður á Akranesi, keypti grammófónin af Sigurði er Sigurður og Ásta fluttust frá Akranesi. Fylgdi honum stórt safn af gömlum plötum.  

Main information

Object-related numbers
"Museumnumber b": 1998-37-1
Place
Staður: Laugaból, 510-Hólmavík, Strandabyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Almenn munaskrá
Keywords
Keyword: Grammófónn

Place of origin

65°49'59.3"N 22°25'27.0"W