Altarisklæði

In preservation at
Textile Museum
Altarisklæði úr flaueli sem hefur upphaflega verið fagurgrænt, er mikið upplitað. Á miðju klæðinu er krosssaumsmynd af kirkju sem á að tákna Bólstaðarhlíðarkirkju. Á myndinni er einnig fjall. Aðallitir eru grænir og gráir. Á altarisklæðið er sálmurinn "Son guðs ertu með sanni" bróderaður með gullþræði og pallíettum. Framan á eru saumaður gylltur kross 3x2 cm. Altarisklæðið er fóðrað með grænu lérefti sem er mikið upplitað. Saga: Altarisklæði úr Bólstaðarhlíðarkirkju. Elísabet Magnúsdóttir (1891-1964) Bólstaðarhlíð vann klæðið.

Main information

Title
Proper noun: Altarisklæði
Object-related numbers
Museumnumber a: HIS-430
Dimensions
89 x 90 Lengd: 89 Breidd: 90
Place
Staður: Bólstaðarhlíð 1, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Keywords

Place of origin

65°31'22.1"N 19°48'21.2"W