Dúkur

In preservation at
Textile Museum
Nánast kringlóttur dúkur, 76x73 cm auk 4 cm breiðrar blúndu sem er kappmelluð við kantinn. Útsaumurinn samanstendur af kontorsting og flatsaumi auk fræhnúta með dökkbrúnu og ljósu perlugarni. Saga: Ásta Jónsdóttir (1895-1982) sem saumaði dúkinn var ættuð frá Borðeyri en bjó lengst af á Laugarbóli við Ísafjarðardjúp. Dúkurinn er sennilega saumaður 1931-1932. Ásta var gift Sigurði Þórðarsyni frá Laugarbóli sem var sonur Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu. Gefandinn Leopold Jóhannesson er fyrrverandi veitingamaður á Hreðavatni. Þegar Sigurður og Ásta brugðu búi í kringum 1965 var haldið uppboð og keypti þá Leopold dúkinn en hann var ungur drengur þegar Ásta saumaði hann. Leopold fæddist 16. júlí 1917 og kom tveggja ára að Laugabóli. Dúkurinn var afhentur af þeim hjónum Leopold og Olgu 24. júlí 2006. 

Main information

Title
Proper noun: Dúkur
Object-related numbers
Museumnumber a: HIS-1952
Place
Staður: Hreðavatn, 311-Borgarnesi, Borgarbyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Keywords

Place of origin

64°46'9.1"N 21°34'36.4"W