Skrifborðsmappa

In preservation at
Textile Museum
Skrifborðsmappa. Kápa möppunnar er úr vínrauðu filtefni. Útsaumað blómamynstur með kontorsting, flatsaumi og mislöngum sporum. Innan á möppunni eru saumuð blóm í gulum, rauðum, appelsínugulum og bleikrauðum litum. Inni í möppunni eru tvenn græn þerriblöð. Saga: Magdalena Margrét Möller (1843-1941) húsfreyja á Blönduósi var gift Pétri Sæmundsen (1841-1915) verslunarstjóra á Blönduósi frá árinu 1883- 1913. Hún gerði möppuna fyrir eiginmann sinn en gaf síðan sonarsyni sínum, Pétri Sæmundsen (1925-1982), möppuna í fermingargjöf vorið 1939. Afhent safninu af ekkju Péturs, Guðrúnu Sæmundsen (1926-2020). Hlutinn gerði Magdalena Margrét Möller, Blönduósi. Komudagur ágúst 2005.

Main information

Title
Proper noun: Skrifborðsmappa
Object-related numbers
Museumnumber a: HIS-1846
Dimensions
43 x 34 Lengd: 43 Breidd: 34
Place
Núverandi sveitarfélag: Húnabyggð, Húnabyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Keywords