Fjara
01.01.1920 - 01.01.1930

In preservation at
National Museum of Iceland
Fjara, vör. Fjórir árabátar í henni. Menn standa við bátana og sumir á vararköpunum. Auður sjór í bakgrunni.
Heimildarmaður telur myndina vera tekna um 1920-1930, eða hugsanlega eitthvað fyrr. Segir hann að Herdís Guðmundsdóttir, kona Guðbjarts Ásgeirssonar, hafi alist upp á Húsatóftum í Garði. Skýrir það ýmislegt.
Myndin er úr Garðavör þar sem nú er bryggja. Tekið á stórstraumsfjöru. Bátarnir, sem allir eru vélarlausir, eru að koma að nausti úr beitutúr. Þetta eru tveggja og fjögurra manna för. Veitt á þeim á færi og línu á sumrin og fram eftir hausti.
Næstur ljósmyndara (snýr í hann baki), og með hatt, er Sighvatur smákaupmaður í Garði og Miðneshreppi. Þórarinn Guðmundsson, bóndi Húsatóftum og bróðir Herdísar, stendur á varakampi. Er þriðji frá vinstri. Næstur Þórarni, og snýr að honum, er Sveinn Árnason, bóndi í Garðinum. Maður sem ber yfir stag á þriðja báti frá vinstri er líklega Tryggvi Einarsson.
Heimildarmaður á þessa mynd stækkaðað upp á vegg hjá sér. Afi hans átti minni mynd og lét heimildarmann stækka eftir henni.
Veður á Íslandi í 100 ár (1928):
Bátar koma að landi á spegilsléttum sjó úr beitutúr í Gerðavör í Garði.
(sbl, 14.4.2011)
„Hér koma nokkrar ábendingar varðandi þessa færslu GÁ-462.Myndin er tekin í Gerðavör í Garði. Tryggvi Einarsson (1914 - 1985). Sighvatur Gunnlaugsson kaupmaður (1856 - 1940). Sverrir Árnsson á líklega að vera Sveinn Árnason bóndi í Gerðum (1892 - 1987). Þórarinn Samúel Guðmundsson (1896 - 1971). Einnig sé ég nokkrar stafsetningarvillur í textanum. Vona að ég fari rétt með þessar ábendingar.“ (JAK 2023)
Main information
Photographer: Guðbjartur V. Ásgeirsson
Sveinn Árnason, Depicted
Tryggvi Einarsson, Depicted
Þórarinn Samúel Guðmundsson, Depicted
Sighvatur Jón Gunnlaugsson, Depicted
Sveinn Árnason, Depicted
Tryggvi Einarsson, Depicted
Þórarinn Samúel Guðmundsson, Depicted
Sighvatur Jón Gunnlaugsson, Depicted
Dating
01.01.1920 - 01.01.1930
Object-related numbers
Museumnumber a: GÁ-462
Dimensions
10 x 13
Place
Staður: Gerðavör, Suðurnesjabær
Record type
Collection
Undirskrá: Guðbjartur V Ásgeirsson (GÁ)
Classification
References
Ágúst Ó. Georgsson vann þessa skrá árin 1987 - 1990. Heimildamaður: Þorsteinn Einarsson (2906043039)
Trausti Jónsson. Veður á Íslandi í 100 ár. Myndaritstjórar Inga Lára Baldvinsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. Reykjavík, 1993.



