Hálsfesti

1850 - 1900
In preservation at
National Museum of Iceland
Millufesti, það er hálsfesti sem útbúin er úr upphlutsmillum sem festar eru saman. Festin sjálf er samsett úr 16 millum af þremur mismunandi gerðum. Nistið er gert úr fjörum millum sem kveiktar eru saman þannig að þær mynda kross. Fyrir miðju krossins er engilsmynd (kerúb). Festin er 47 cm löng. Krossinn (mældur með lykkju efst) er 5,5 x 4,9 cm. Festin er úr eigu Ólafíu Jóhannsdóttur (f. 1863, d. 1924), rithöfundar og baráttukonu fyrir kven- og mannréttindum. Árið 1903 fluttist Ólafía til Noregs og starfaði þar um árabil að góðgerðarmálum meðal vændiskvenna, fátæklinga og drykkjumanna. Í Noregi er hún vel þekkt fyrir störf sín þar. Ólafía seldi festina á sínum tíma til styrktar ungum stúlkum í Osló. Gefandinn, Brit E. Løberg, fékk festina frá ömmu sinni sem hafði keypt hana af Ólafíu.    

Main information

Dating
1850 - 1900
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2012-67
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Hálsfesti