Altaristafla
1850 - 1900

In preservation at
National Museum of Iceland
Úr aðfangabók: Altaristafla, skorin úr eik, sporbaugslöguð, 79,5 cm að hæð, 65 að breidd og 4 cm að þykkt. Taflan er ágætt verk og sýnir himnaför Jesú. Ofantil í miðju svífur Kristur í loftinu með útbreiddan faðm og upplyftar hendur, skikkjan flögrar í kringum hann eins og vængir, uppi yfir höfði hans sjást nokkrir skýhnoðrar, að neðan krjúpa postularnir á hné með framréttar hendur. Taflan er nú ljósbrún-lökkuð og utan um hana er nýleg umgerð úr furu yfirdregin með brúnu flöjeli, 10 cm að breidd og 5 cm að þykkt. Talið er að C.B.Hansen í Kaupmannahöfn hafi gert við töfluna rétt áður en hún kom hingað í safnið. Skáldað í tré (sýningarskrá): Þekktasta verk Guðmundar Pálssonar (Guðmundar bílds) er líklega umgerðin um alabastursbríkina fornu í Þingeyrarkirkju. Yfir henni er bogalaga skrautmáluð mynd af himnaför Jesú, næsta lík mynd af himnaförinni, sem er í Þjóðmjasafni (Víd.3). (Sigrún Blöndal, 10.1.2011) Churches in Iceland, p. 304: Carved wooden bas-relief of the Ascension of Christ by woodcarver Guðmundur Pálsson (1830-1884). (sbl, 6.5.2011)
Main information
Dating
1850 - 1900
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: Víd-3
Dimensions
79.5 x 65 x 4 cm
Lengd: 79.5 Breidd: 65 Hæð: 4 cm
Place
Staður: Þingeyrakirkja, Kirkjan, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Vídalínsafn (Víd)
Keywords
References
Kristján Eldjárn. „Himnaför Guðmundar bílds.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 43. þáttur. Þór Magnússon. Skáldað í tré. Íslensk skurðlist úr Þjóðminjasafni. Sýningarskrá. Reykjavík, 2001. Kirkjur Íslands 8.bindi. Ritstjórar: Jón T
Place of origin
65°33'16.0"N 20°24'14.8"W
