Landvél, óþ. hlutv.

1953
In preservation at
National Museum of Iceland
Landvél, ljósavél.  Vélin er ljósgræn og lítur mjög vel út.  Púströr og fleiri hlutar frá henni liggja ofan á.  Vélin er með stóru kasthjóli (svinghjóli) og meðfram henni öðrum megin er pallur með handriði og lítill stigi (2 þrep) upp á.  Pallurinn er meðfram vélinni endilangri, frá kasthjóli.  Handrið er einnig umhverfis kasthjól (öryggisrið). Fínir mælar enn á vélinni, allir heilir.  Fjögur hringlaga og stór lok eru sitthvoru megin á vélinni. Á þessu stendur: Atlas Imperial Okland CAL.  U. S. A. Áfast skilti er á vélinni, aftarlega, rétt ofan við pallinn. Á því stendur: ATLAS IMPERIAL DIESEL ENGINE COMPANY OAKLAND, CAL.                             MATTOON, ILL. MODEL NO.  4 HS 1125                  ENGINE NO 12712 H. P.     160  R.P.M.  360                FIRING ORDER 1243 INTAKIE OPENS  10 B.T.C          EXHAUST CLOSES 5 A.T.C. SPRAY VALVE OPENS 8 B.T.C  SPRAY VALVE CLOSES 18 A.T.C. ALL START OPENS 5 B.T.C        SPRAY TIP 6 11 15 ALWAYS FURNISH ENGINE NUMBER WHEN ORDERING MADE IN U.S.A. Pallur, strigi og grindverk á vélinni íslensk smíði frá Landssmiðjunni.  Ofan á vélinni liggja púströr, spíssar, olíurör og törnjárn.  Ýmsir boltar í litlum pappakassa fylgir einnig og er hann ofan á v´leinni aftast.  Aðeins törnjárn og púströr skráð á sérstök númer TMS 1991:27-28). Rafall nr. TMS 1984:179  fylgir með vélinni. Vélin var notuð við kennslu í Vélskóla Íslands.  Hún er með 4 strokkum, fjórgengis díselvél. Vél no. 2 Atlas Imperial samstæða Stærð 160ha., 110kW., 100kVA., 360sn/mín. Vélin kom til Stykkishólms árið 1953 og var í notkun til ársins 1961.   Vélin var gefin Vélskólanum í Reykjavík og er þar enn sem kennsluvél.

Main information

Dating
1953
Object-related numbers
Museumnumber a: T "Museumnumber b": 1991-26
Dimensions
330 x 180 x 250 cm 10000 g Lengd: 330 Breidd: 180 Hæð: 250 cm
Place
Núverandi sveitarfélag: Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Stykkishólmur
Record type
Collection
Undirskrá: Tækniminjasafn (T)
Keywords