Þórslíkneski

1000
In preservation at
National Museum of Iceland
Mannsmynd, steypt úr bronzi; maðurinn situr á stól, sem er á 4 fótum og með baki, er nær þó ekki hærra upp en að bakinu neðst, tæplega upp að mitti. Maðurinn er nakinn að sjá, nema með topphúfu á höfði. Kampar miklir, og tekur maðurinn báðum höndum í hökuskeggið og klýfur það, en fyrir neðan hendurnar kemur það saman aptur og endar í 3 kringlum, sinni á hvoru hnje og einni í milli. Hæðin er alls 6,7 cm. - Fundin rjett hjá bænum á Eyrarlandi 1815 eða 1816 og send Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn næsta ár, 1817, af J. Gudmand, kaupmanni á Akureyri; kom til safnsins í Nóvember það ár. - Sbr. e.fr. sænska tímaritið Iduna, 8.h., tab.  II., 3. mynd. - Þessi gripur og eptirfylgjandi gripir, sem taldir eru komnir þennan dag, voru þá formlega afhentir sem gjöf frá Danmörku til Íslands; var Th. Stauning, forsætisráðherra Dana, afhendandinn fyrir þeirra hönd, las upp við þá athöfn gjafabrjef til forsætisráðherra Íslands fyrir þess hönd, og afhenti honum með  því skrá yfir hlutina, sem gefnir voru, en forsætisráðherra afhenti þegar í stað þjóðminjaverði brjefið og skrána, að hann, sem, ásamt sendiherra Dana í Reykjavík, var viðstaddur þessa athöfn, tæki gripina til sín, en þeir voru þá enn í kössum þeim, er þeir höfðu verið sendir í. -Þjóðminjavörður tók síðan hina helztu þeirra upp og hafði um stund til sýnis í Alþingishúsinu, ásamt fleiri minjagripum, er sendir höfðu verið Alþingi vegna þúsund ára minningarhátíðar þess. - Um undanfara þessarar afhendingar, dansk-íslenzka safnamálið,  sjá skýrslu þjóðminjavarðar, dags. 22. Febr. 1930, til sendiráðs Íslands í K.-höfn og e. fr. grein hans í Morgunblaðinu 13. júlí s. á. - Lýsingar gripanna hafði hann samið í Höfn snemma á árinu 1918. - Gripirnir eru taldir hjer nær því í sömu röð og í skrá þeirri, er að ofan getur. (Þessi gripur var með tölum. LXV). - Sjá um þennan grip, 10880, Nord Kultur, XXVII. b., bls. 223. - Sbr. e. fr. nr. 6.

Main information

Title
Proper noun: Þórslíkneski
Dating
1000
Object-related numbers
Museumnumber a: 10880 "Museumnumber b": 1930-287
Dimensions
6.7 x 0 cm Lengd: 6.7 cm
Place
Staður: Eyrarland, 601-Akureyri, Eyjafjarðarsveit
Exhibition text
Mannslíkan úr bronsi, oft nefnt Þórslíkneski. Maðurinn situr á stól með baki og hefur uppmjóa hettu á höfði, að öðru leyti virðist hann nakinn, og heldur báðum höndum um skegg sér. Líkanið, sem á sér enga þekkta hliðstæðu, hefur löngum verið talið sýna Þór, einn hinna fornu guða norrænna manna, sem mjög var dýrkaður á víkingaöld, en ákveðin einkenni í skeggi mannsins, nánast Hringaríkisstíll, tímasetja líkneskið til upphafs 11. aldar, kristins tíma hérlendis. Hefur þess verið getið til að það eigi að sýna Krist konung á veldisstóli, jafnvel að það sé hnefi úr hinu forna hnefatafli og þá sama eðlis og mannsmynd úr kumli frá Baldursheimi. Líkneskið fannst árið 1815 eða 1816 hjá öðru hvoru Eyrarlandi við Eyjafjörð og sendi Gudmann kaupmaður á Akureyri það til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn árið 1817. Það var síðan afhent aftur til Íslands árið 1930 í tilefni Alþingishátíðarinnar, ásamt fleiri gripum sem borist höfðu því safni á umliðnum öldum. Spjaldtexti: Þór eða Kristur? Þórslíkneskið, mannslíkan úr bronsi. Ákveðin stílein- kenni benda til þess að líkneskið hafi verið gert nálægt aldamótunum 1000. Það hefur verið talið sýna Þór sem var einn fremsti guð norrænna manna í heiðnum sið en hugsanlegt er að myndin sé af Kristi konungi á veldis- stóli. Bronskarlinn heldur báðum höndum um hlut sem talinn hefur verið Þórshamar, en líkist mjög kristnum krossi. Líkneskið fannst árið 1815 eða 1816 hjá öðru hvoru Eyrarlandi við Eyjafjörð. Það var sent til Kaupmanna- hafnar árið 1817 en kom aftur til Íslands 1930 ásamt ýmsum öðrum forngripum úr Þjóðminjasafni Dana. Á tímabilinu 800–1000 var heiðin trú ríkjandi á Íslandi en allt frá landnámi bjuggu hér kristnir menn, að því er virðist í friðsamlegri sambúð við þá heiðnu. Þór or Christ? This human figure made of bronze has been dated, on the grounds of style, to around 1000 ad. It is believed to depict Þór (Thor), one of the major Norse gods, but it could also represent Christ enthroned in glory. The figure grasps an object thought to be Þór’s hammer, but also similar in shape to the Christian cross. The figure was unearthed in 1815 or 1816 in Eyjafjörður in North Iceland. It was sent to Copenhagen in 1817, but was returned in 1930 with other objects from the Danish National Museum. During the period 800–1000 ad, the prevalent religion was the pagan worship of the Norse gods, but from the beginning there were also Christians in Iceland, apparently in peaceful coexistence with the pagans.
Exhibition Location
Grunnsýning 1
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
References
Kristján Eldjárn. Kuml og haugfé. Reykjavík 2000, bls. 420-421. Kristján Eldjárn. "Þórslíkneskið svonefnda frá Eyrarlandi." Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1982. Reykjavík 1983, bls. 62 - 75.

Place of origin

65°39'36.6"N 18°1'48.6"W