Hvalbein, óþ. hlutv.

1606
In preservation at
National Museum of Iceland
Viðbætur Þóru Kristjánsdóttur 2006: „Viðbætur Þóru Kristjánsdóttur: Sjá umfjöllun um Brynjólf Jónsson og útskurð hans íbók hennar Mynd á þili, Reykjavík 2005, bls. 34-39. Þar kemur m.a. fram sú tilgáta að krjúpandi maðurinn á bæn t.h. á miðju spjaldinu eigi að sýna listamanninn sjálfan, Brynjólf Jónsson. Slíkar litlar  myndir af gefendum eða kostunarmönnum kirkjugripa má víða sjá á gripum í erlendum kirkjum en  sjaldgæft hér; gefendur eru þar oftast sýndir krjúpandi á bæn til hliðar í allri hógværð.“ Aðfangabók Þjms. 1930: „Beinþynna útskorin úr hvalbeini, ferhyrnd, l. 91 cm. br. efst  40,6 cm., neðst 16,4 cm.; randir nær beinar. Nokkurn veginn flöt og sljett, dálítið undin. Yzt er sljettur bekkur sem umgjörð, og 2 þverbekkir skipta útskurðinum í þrent. Neðst er ofantaka Krists af krossinum, með 7 persónum útskornum, h. 21,5, br. 13,5-20 cm. Næst eru 2 myndir samsíða, Kristur í gröfinni og 6 varðmenn yfir vinstra megin, en hægra megin upprisan, sigur Krists yfir Dauða, er hann stingur með merkisstangarenda sínum og stígur ofan-á, bundinn við stoð; h. 19, br. 20,5-24,3 cm. Efst eru margar myndir, án greinilegs aðskilnaðar; neðst þeirra er himnaförin; sjer að eins fætur Krists niður undan skýi, með sól vinstra megin og tungli hægra megin; fyrir neðan eru 2 englar og 11 postular standandi, og hinn 12. hjá, krjúpandi. Fyrir ofan þessa himnafararmynd er í miðju heilög þrenning, guð faðir með Krist krossfestan, - þó ekki sýndan á krossi -, í skauti sjer, og er heil. andi í dúfulíki uppi-yfir. Vinstra megin er Kristur á krossinum og englar hjá með lúðra og leturbönd, en hægra megin er Kristur sem dómari himins og jarðar; situr hann í hásæti á dómsdegi, með lífsins bók í vinstri hendi og leturband í hinni; dómsdagsenglar og guðs lamb er uppi yfir, en neðan undir og hægra megin Krists koma hinir sælu með upplyptum höndum, og vinstra megin hans, undir fótskör hans, sjást fætur og að nokkru leyti búkar hinna glötuðu, er steypast á höfuð til heljar. Myndirnar eru lágt eða grunnt skornar, og þó jafnframt gagnskorið mjög víða. - Þynnan er 5 - 13 mm. að þykkt. Hún er með 5 járnnöglum í, hefur verið negld á trje, má ske skáp, altari eða altaristöflu. Sbr. e.fr. nr. 10911 og nr. 10900. (3791).“ Mynd á þili (Texti Þóru Kristjánsdóttur)       „Til eru óvenju góðar heimildir um eignir kirkjunnar í Skarði á 17. öld.  Brynjólfur biskup Sveinsson kom þangað árið 1641 og skráði í vísitasíu sína talsverðan fróðleik um listgripi í kirkjunni og höfund þeirra, en slíkt heyrir til undantekninga.  ... Þar segir meðal annars:  „Beinspjald vænt smíðað með mannlíkanir 27, smáar og stórar er Brynjólfur smíðaði.“  Þá segir frá ástandi kirkjunnar og síðan er lýsing á búnaði hennar:      „... altari af tré og predikunarstóll í smelltur fyrst 6 tannstykkjum  samskeyttum  heilum með mannlíkum er menn meina tekin af þeirri gömlu textabók er Vilkins máldagi umtalar með því textabók ef tönn finnst ekki.   ... Auk þeirra tannstykkja á predikunarstólnum er eitt langt stykki um þveran stól, síðan langs eftir stórt og breitt hvalbeinsstykki.  Þar næst lítið stykki eftir fætinum.   Allt þetta skorið með íslensku verki.“  ...   Stóra beinspjaldið með útskornum myndum af krossfestingu Krists, kistulagningu, upprisu og himnaför, og loks Kristi konungi í hásæti á dómsdegi, er trúlega stóra og breiða hvalbeinsstykkið sem sagt er í vísitasíunni að hafi prýtt predikunarstólinn í kirkju Brynjólfs. ...  Þessir gripir, sem allir eru úr hvalbeini, eru einstakir í íslenskri listasögu seinni alda en sterk hefð var fyrir slíkum myndskurði á miðöldum.  Spjöldin eru fágætlega vel gerð og „meir í ætt við þann ágæta útskurð á drykkjarhornum síðmiðalda en tréskurð“ eins og Kristján Eldjárn kemst að orði í pistli sínum um beinskurðinn.  Kristján er þar að vísa til fornra gripa sem útskorin horn í erlendum söfnum sem með öruggri vissu er hægt að eigna Brynjólfi.“ (Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 28.9.2010)

Main information

Dating
1606
Object-related numbers
Museumnumber a: 10910 "Museumnumber b": 1930-320
Dimensions
91 x 40.6 cm Lengd: 91 Breidd: 40.6 cm
Place
Staður: Skarð, 851-Hellu, Rangárþing ytra
Exhibition text
Spjald úr hvalbeini, herðablað úr hval, með útskornum myndum úr ævi Krists, hefur líklegast verið yfir altari. Neðst er sýnd ofantaka Krists af krossinum, þar fyrir ofan Kristur í gröfinni og rómverksir hermenn hjá og upprisa hans hægra megin. Stingur Kristur merkisstöng sinni í dauðann, sem tákn um sigur yfir honum. Ofar er sýnd himnaför Krists og hverfur hann lærisveinum sínum í skýi, aðeins sést í fætur hans, en efst í miðju er heilög þrenning á himnum, Kristur í faðmi Guðs og heilagur andi svífur yfir í dúfulíki. Til hliðar er krossfesting Krists og hins vegar Kristur sem dómari himins og jarðar með lífisins bók í hendi. Gert af Brynjólfi Jónssyni bónda í Skarði í Landsveit um 1600, en eftir Brynjólf eru þekkt fleiri verk með sama handbragði og einnig útskorin drykkjarhorn. Myndin var send til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn á árunum 1830-36 en kom hingað aftur 1930. 10910 Spjald úr hvalbeini, herðablað úr hval, með útskornum myndum úr ævi Krists, hefur líklegast verið yfir altari. Neðst er sýnd ofantaka Krists af krossinum, þar fyrir ofan Kristur í gröfinni og rómverskir hermenn hjá og upprisa hans hægra megin. Stingur Kristur merkisstöng sinni í dauðann, sem tákn um sigur yfir honum. Ofar er sýnd himnaför Krists og hverfur hann lærisveinum sínum í skýi, aðeins sést í fætur hans, en efst í miðju er heilög þrenning á himnum, Kristur í faðmi Guðs og heilagur andi svífur yfir í dúfulíki. Til hliðar er krossfesting Krists og hins vegar Kristur sem dómari himins og jarðar með lífisins bók í hendi. Gert af Brynjólfi Jónssyni bónda í Skarði í Landsveit um 1600, en eftir Brynjólf eru þekkt fleiri verk með sama handbragði og einnig útskorin drykkjarhorn. Myndin var send til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn á árunum 1830-36 en kom hingað aftur 1930. 10910 Spjaldtexti: Áferðarfögur spjöld Hvalbein var haft til margs kyns smíða enda sterkt efni og áferðarfagurt. Algengt var að renna úr því smáhluti, svo sem taflmenn. Margir hagleiksgripir á borð við þá sem hér eru sýndir voru skornir úr hvalbeini. 1. Þrjú spjöld og eitt brot með myndum úr Biblíunni, skorin af Brynjólfi Jónssyni bónda í Skarði um aldamótin 1600. Spjöldin eru úr kirkjunni í Skarði í Landsveit en brotið (a) mun úr Klausturhólakirkju í Grímsnesi. Spjald (b), hefur líklega verið á predikunarstóli með myndum af upprisu Krists. Neðst sést ofantaka hans af krossinum. Þar fyrir ofan er Kristur í gröfinni og hjá honum rómverskir hermenn með alvæpni. Til hægri við gröfina er Kristur upprisinn og stingur sigurtákni sínu í dauðann. Ofar sést himnaför Krists og sjá lærisveinarnir meistara sinn hverfa í ský. Efst er Kristur í faðmi Guðs föður á himnum. Þar sést einnig krossfesting Krists og Kristur sem konungur himins og jarðar. Altarishurð (c) með myndum af fæðingu Jesú, umskurn hans og skírn. Einnig sést Jesús blessa börn og að lokum er barnsskírn. Á rimlunum sjást Heródes, Salóme að spila og dansa, hermaður sem hálsheggur Jóhannes skírara og Salóme með höfuð Jóhannesar á fati. Á spjaldinu (d) sjást fjárhirðarnir á jólanótt og María með Jesúbarnið. Whalebone Carvings Whalebone was used to make a variety of objects, as it was both durable and decorative. Small items such as chessmen were generally turned from whalebone, while larger objects were carved. 1. Four panels, one incomplete, Bible scenes carved by farmer Brynjólfur Jónsson of Skarð, south Iceland, around 1600 AD. The complete panels are from Skarð Church but the fragment (a) is from Klausturhólar Church in Grímsnes. Panel (b), probably from a pulpit, depicting the Resurrection of Christ. At the bottom is the Descent from the Cross, and above it Christ entombed, with armed Roman guards. At the right of the tomb is the risen Christ, stabbing Death with his trophy. Above is the Ascension of Christ: the disciples watch Jesus vanish into the clouds. At the top is Christ embraced by God the Father in Heaven, the Crucifixion, and Christ in Glory as King of Heaven and Earth. Altar door (c) with pictures of the Nativity, Circumcision and Baptism of Christ. Christ is also depicted blessing the children, and finally the baptism of an infant. On the posts are Herod, Salome dancing, a soldier beheading John the Baptist, and Salome with St. John’s head on a platter. The panel (d) depicts the Adoration of the Shepherds and the Virgin and Child.
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
References
Á efsta degi. Bysönsk dómsdagsmynd frá Hólum. Ritstjórar Ágústa Kristófersdóttir og Karen Þóra Sigurkarlsdóttir. Reykjavík, 2007. Kristján Eldjárn.„Beinspjöldin í Skarði.“ Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík 1962, 65. þáttur. Ellen Marie Mageröy. „Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra för „brennevinstiden““.. Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum, Vol. VII. Köbenhavn 2000 (Arbeider av bibeltolkeren Brynjólfur Jónsson, bls. 51-68). Þór Magnússon.  Skáldað í tré.  Íslensk skurðlist úr Þjóðminjasafni.  (Sýningarskrá).  Reykjavík, 2001. Þóra Kristjánsdóttir. Mynd á þili. Reykjavík 2005, bls. 34-39.

Place of origin

64°0'12.0"N 20°6'37.1"W