Umbúðir, óþ. notk.

1994 - 1995
In preservation at
National Museum of Iceland
Umbúðir utanaf Vestlands-LEFSU frá Toro. Þetta eru áprentaðar pappaumbúðir. Lefsan er framleidd í Noregi en pakkningarnar eru prentaðar á íslensku. Innflytjandi er John Lindsay hf í Reykjavík, eins og fram kemur á umbúðunum. Á framhliðinni er mynd af lefsum á diski og hjá honum kaffibolli og logandi sprittkerti. Þar fyrir ofan er prentað, í rauðum og svörtum lit: Vestlands-LEFSA, Ferskt góðgæti við öll tækifæri. Neðst, í vinstra horni, er svo merki TORO. Á bakhliðinni eru lýsingar á lefsunni og leiðbeiningar um matreiðslu: Vestlandslefsa er bökuð eftir gamalli uppskrift frá Harðangri í Noregi og er notuð bæði daglega og sem veislukostur. VESTLANDSLEFSU er mjög fljótlegt að matreiða. KAFFIMEÐLÆTI: VESTLANDSLEFSA smurð með smjöri eða smjörva og kanelsykri stráð yfir, er þekkt í Noregi og þykir herramannsmatur. Einnig má nota smurost, smurkæfu, sultu eða salat, t.d. rækju- eða skinkusalat. LEIÐBEININGAR: 1. Bleytið báðar hliðar lefsanna undir rennandi vatni. 2. Leggið lefsurnar hverja ofan á aðra og hyljið með plastfilmu eða rakri diskaþurrku. 3. Lefsurnar eru mjúkar og tilbúnar eftir 20-25 mínútur. VESTLANDSLEFSA: Hentar vel í stað pylsubrauðs. VESTLANDSLEFSA: vafin upp í litlar rúllur: Smyrjið t.d með reyktum laxi og eggjahræru eða spægipylsu og eggjahræru. Kramarhús: VESTLANDSLEFSA, fyllt með rjóma og berjum. Smáréttur: VESTLANDSLEFSA, upprúlluð, t.d með skinku, púrrulauk og kotasælu. Á bakhliðinni er svo einnig að finna innihaldslýsingu og fleiri upplýsingar. Gefandi er Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Pakkningarnar koma úr búi móður hennar, Vigdísar Pálsdóttur, Tjarnargötu 38 í Reykjavík. Þær voru þar í frystikistu, með innihaldinu í. Lefsan var fjarlægð úr umbúðunum og henni hent þegar hún barst safninu og af skiljanlegum ástæðum ákveðið að skrá einungis umbúðirnar. Umbúðirnar eru væntanlega frá því um 1994-1995 því á einni hlið þeirra stendur: Best fyrir OKT 95.

Main information

Dating
1994 - 1995
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2008-1-1
Dimensions
20.6 x 20.6 x 3 cm Lengd: 20.6 Breidd: 20.6 Hæð: 3 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords