Altarisdúkur

In preservation at
National Museum of Iceland
Úr aðfangabók:
Altarisdúkur úr dökkgrænu, smágerðu vaðmáli, og er lagt undir hann annað borð svo sem fóður, úr nokkuð annars konar grænu vaðmáli, og stendur það 12-13 cm. út-undan á 3 vegu: en að framan er 14 cm. breið brún, öll útsaumuð með margvíslega litu ullarbandi, saumuð í hann blóm með smágerðum fljettusaumi: gengur brúnin einnig fyrir endana um 30-40 cm. Silkikögur grænt er á henni að framan. Undir henni er hvítt ljereftsfóður, en ekki vaðmálið græna. Brúnin er 183 cm. að lengd að framan og breidd dúksins er 98 cm. auk kögurs. Afhentur þjóðminjasafninu í Höfn með nr. 10950-51, og eru þessir hlutir allir, ásamt nr.10953, úr Hóla-kirkju. -Hafa nr. 10951-52 skemmst mjög af meláti (í Höfn). - Í úttektinni frá 1657 er getið um að Hóla-kirkja eigi grænt altarisklæði og slitna, græna altarisbrún, og í úttektinni frá 1685 er sagt að þessi altarisbrún sje þá sett við þetta græna altarisklæði, en óvíst er, að þar sje átt við þennan dúk (og klæði) þar: í úttektinni frá 1698 er þess getið. að frú Guðríður Þórðardóttir (ekkja Jóns byskups Vigfússonar) hafi gefið kirkjunni grænt altarisklæði: í úttektinni frá 1746 er nefnt altarisklæði grænt, með sirsfóðri áfastri brún og silkikögri, og annað af grænu raski, ef til vill frú Guðríðar, en hið fyrra kynni að geta verið það, sem nú er hjer komið, og máske hið sama og getið var 1657 og 1685: í úttektinni mun átt við þennan dúk, þar sem talinn er altarisdúkur af grænu klæði með áfastri brún og ísaum, með silkikögri, sumstaðar defect, er hann talinn aftur á sama hátt 1779 og 1784, o. s. frv. (16047a). (Brúnin sett á nýjan dúk 1953. Hún var síðar fjarlægð af þeim dúk og nú eru þau aðskilin).
Main information
Donor: Nationalmuseet Kaupmannahöfn
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: 10952
"Museumnumber b": 1930-364
Dimensions
183 x 98 cm
Lengd: 183 Breidd: 98 cm
Place
Staður: Hóladómkirkja, Hólar í Hjaltadal, 551-Sauðárkróki, Skagafjörður
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Altarisdúkur
References
Kristján Eldjárn. Um Hólakirkju. „Leiðsögn um kirkju og kirkjugripi“. Reykjavík, 1963.
Kirkjur Íslands. 6. bindi. Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarssson. Reykjavík, 2005.
Place of origin
65°44'0.1"N 19°6'50.8"W