Fjöl, úr kirkju
1600 - 1700

In preservation at
National Museum of Iceland
Furufjöl, l. 130,7
cm., br. 21,4 og þ. 2,8 cm.; vantar af báðum endum. Bakið er sljett
og hefluð strik við brúnir. Í neðri rönd eru 7 grópir og hafa þar
í staðið rimlaendar (,,pílárar"). Á framhlið er skorin áletrun
með höfðaletri og ná stafirnir yfir þvera fjölina, en í gegnum þá eru dregin
svo sem tvö bönd; er áletrunin svo: [lof]
ed / gud / i / hans / helgidom hans krisne
[r menn a jördu]; er þetta upphaf 1. er. á sálminum alkunna, sem fyrst
var prentaður hjer í sálmabókinni, sem gefin var út á Hólum 1619, bls.
213 b - 214 a; hann er frumkveðinn á þýzku af Burkard Waldis ( ca. 1490-1556
eða '57). 1) Fjölin er úr kirkju á Keldum. Hún er að líkindum
frá 17. öld.
1). Magnúsi Kfr. Stephensen er hann eignaður eða þýðing hans í sálmabókum
frá fyrri hluta 19. aldar; sú þýðing ( í sálmab. frá 1801) er þó lítið
breytt en 4. er. er þar alt annað.
Main information
Donor: Þuríður Jónsdóttir
Dating
1600 - 1700
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: 2448
"Museumnumber b": 1883-297
Dimensions
130.7 x 21.4 x 2.8 cm
Lengd: 130.7 Breidd: 21.4 Hæð: 2.8 cm
Place
Staður: Keldur, 851-Hellu, Rangárþing ytra
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Fjöl, úr kirkju
Place of origin
63°49'20.4"N 20°4'27.6"W
