Hólaklæðið / Biskupaklæðið
1525 - 1550

In preservation at
National Museum of Iceland
Úr aðfangabók:
Gamalt altarisklæði úr Hólakirkju.* *og altarisbrún (ættu að vera 2 nr.), en jeg merki hana 4380a og klæðið 4380b. - Jeg fann þetta á skrifstofunni við rannsókn safnsins í júlí 1908. MÞ. - Sbr. Árb. '88-'92, bls. 95. Ad.4380 b. Sbr. Útekt Hólastaðar 1692: Altaris klæði ---- fiörður grænt af raste með äsettum Rörumm mindumm og letrj að ofan verðu, fodrið og vel um vandat, ä sett alltaris Brün. Sbr. og ,,fiorda grænt" í útektunum 1628,'57 og '85. Altarisbrúnin sem nú fylgir (4380a) mun sú er úttektin 1712 getur svo: ,,Alltaris Brún af Rauðu Silke, bordýraða með silke og ekta gull og silfur vír, hefur Hústruen Þrúður (þ.e. Þrúður Þorsteinsdóttir, kona Björns bp. Þorleifssonar) tillagt. (Sbr. fangam. á brúninni). 1/6 1910. MÞ.
Úr Íslenskur útsaumur: (Elsa E. Guðjónsson)
„Stærsta refilsaumaða altarisklæðið [...] var fyrir altari dómkirkjunnar á Hólum þar til það var sent Þjóðminjasafni Íslands árið 1897. Eins og fram kemur á leturbekk efst á klæðinu eru á því myndir af íslensku dýrlingunum þremur, Hólabiskupunum Guðmundi góða Arasyni, biskupi 1203-1237, og Jóni helga Ögmundssyni, 1106-1121, og Skálholtsbiskupi Þorláki helga Þórhallssyni, 1178-1193, og ennfremur af tveimur englum er sveifla reykelsiskerum. Talið hefur verið, trúlega með réttu að engillinn hægra megin standi á skírnarfonti [...]. Við fyrstu sýn virðist klæðið allt saumað, en á því eru þrír auðir smáblettir: fingurgull Guðmundar og Þorláks og tigullaga skraut efst á mítri Jóns. Kunna þar að hafa verið greyptir eðalsteinar í upphafi [...]. Klæðið er úr ljósleitu hörlérefti, efalaust hvítu upprunalega, og saumað í það með svipuðu ullarbandi og língarni í líkum litum og Draflastaðaklæðið. Auk þess hefur gyllt málmgarn verið notað í áhersluútlínur. Eru þær lagðar, en aðrar útlínur saumaðar með varplegg. Altarisklæðin frá Hólum og Draflastöðum munu bæði vera frá öðrum fjórðungi 16. aldar og trúlega frá sama stað, jafnvel sömu hendi [...].
Church and art (Lilja Árnadóttir, Elsa E. Guðjónsson):
Altar frontal
Linen tabby ground, wool, linen and metallic thread.
... depicting three holy men, the bishops Guðmundur Arason the Good, St. Jón Ögmundsson and St. Þorlákur Þórhallsson in full canonicals. Two angels hold censers one holds a book in the left hand and stands on a baptismal font. The frontal is emboidered with polychrome woolen yarn, white and blue linen thread and gilded metal thread in laid and coushed work, stem stitch and couched outlines. The baptismal font shown on the altar frontal a similar to the Norwegian font on display here [...].
(sbl, 26.1.2011)
Main information
Title
Proper noun: Hólaklæðið / Biskupaklæðið
Dating
1525 - 1550
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: 4380
"Museumnumber b": 1897-19
Dimensions
98 x 182 cm
Lengd: 98 Breidd: 182 cm
Place
Staður: Hóladómkirkja, Hólar í Hjaltadal, 551-Sauðárkróki, Skagafjörður
Exhibition text
Altarisklæði úr dómkirkjunni á Hólum, talið frá um 1525 - 1550 og geta verið saumað af Helgu Sigurðardóttur, barnsmóður og fylgikonu Jóns biskups Arasonar. Á klæðinu, sem er með svonefndum refilsaumi, sjást til hliða englar er veifa reykelsiskerjum, en á milli þeirra biskuparnir þrír sem nefndir voru helgir á Íslandi, Guðmundur góði Arason á Hólum, Jón Ögmundarson á Hólum og Þorlákur helgi Þórhallsson í Skálholti, og eru nöfnin yfir höfðum þeirra. Þeir eru í fullum skrúða og má sjá stóluenda niður undan kápunni, svipaða þeim sem eru á gullsaumnum frá Hólum hér í safninu (Þjms. 6028).
4380
Altarisklæði úr dómkirkjunni á Hólum, talið frá um 1525 - 1550. Á því sjást hinir þrír helgu íslensku biskupar, Guðmundur Arason og Jón Ögmundarson er sátu á Hólum, og Þorlákur Þórhallsson biskup í Skálholti.
Spjaldtexti:
2. Refilsaumað klæði úr Hóladómkirkju með hinum þremur íslensku helgu biskupum, Guðmundi góða og Jóni Ögmundarsyni á Hólum og Þorláki Þórhallssyni í Skálholti. Talið íslenskt verk frá öðrum fjórðungi 16. aldar.
e revered as saints in Iceland: Guðmundur Arason the Good (d. 1237 ad), Jón
Ögmundarson (1052–1121 ad) and Þorlákur Þórhallsson (d. 1193 ad). Icelandic, early 16th century.
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
References
Elsa E. Guðjónsson. Hannyrðir Helgu Sigurðardóttur. Reykjavík 1980.
Elsa E. Guðjónsson. Íslenskur útsaumur. Kópavogur, 2003; bls. 17 - 18.
Lilja Árnadóttir og Elsa E. Guðjónsson. Kirkja og kirkjuskrúð. (Ritstjórar Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran). Reykjavík, 1997.
Lilja Árnadóttir og Elsa E. Guðjónsson. Church and art. (Editors: Lilja Árnadóttir, Ketil Kiran). Reykjavík, 1997.
Kristján Eldjárn. Um Hólakirkju. „Leiðsögn um kirkju og kirkjugripi“. Reykjavík, 1963.
Kirkjur Íslands. 6. bindi. Ritstjórn: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarssson. Reykjavík, 2005.
Place of origin
65°44'0.1"N 19°6'50.8"W

























