Drykkjarhorn

1650 - 1700
In preservation at
National Museum of Iceland
Drykkjarhorn, vel gjört. Á það ofanvert er skorið Adam og Eva, er standa sitt hvorumegin við skilníngstréð, sem höggormurinn vefur sig utan um. Hjá þeim liggur héri og hafur; þar er og fugl á flugi myndaður. Þar fyrir neðan er gjörð, með höfðaletri, mjög máðu. Þar fyrir neðan er Kristur á krossinum, og Johannes og Maria þar hjá, en hins vegar agnus dei, eða lamb guðs í skýjahríng. Þar fyrir neðan er leturlína máð, og snúníngur neðst á stiklinum. Letrið virðist eiga að lesa þannig:   ,,GUD. VEL. (ko)MNER. GODER. VINE(r). GLEDIED(. yður)."   Auðséð er, að drukkið hefir verið úr víðara endanum á horni þessu.    Myndirnar á því líkjast mjög myndunum á elztu bókaútgáfum frá dögum Guðbrands biskups, og ætla eg, að hornið sé frá þeim tíma. Horn þetta fannst fyrir rúmum 30 árum síðan á Glámu[heiði (höf.) MÞ], og komst í eigu Jóns Einarssonar, bróður þeirra Ásgeirs og Torfa, alþíngismanna; þá eignaðist það Björn bóndi Bjarnarson í Bjarnarnesi, og af honum þág sira Guðmundur það. Þegar hornið fannst, var það lengra en nú og tinstútur á.[sjá aths. í eint. höf. MÞ] [Ætla mætti að hornið hafi a.m.k. verið notað til að drekka velkomandaminni í brúðkaupsveislum fyrr á tímum. (viðbót, GH)] Guðvelkomnir,  góðir vinir! Útskorin íslensk horn Drykkjarhorn - Fagnaðarhornið frá 17. öld Ríkulega útskorið horn sem sagað hefur verið af. Því er skipt niður í ein fimm belti sem í eru skornar myndir og óhlutbundið skraut til skiptis og tvö leturbelti umlykja hornið.  [...] Áletranir eru með gotneskum hástöfum og ekki er ártal á horninu. Neðsta beltið er stílfært skraut. Horn þetta mun hafa fundist milli 1830 og 1840 á heiðinni Glámu í Ísafjarðarsýslu, en barst til Forngripasafnins árið 1865 frá sóknarprestinum á Stað í Steingrímsfirði. Hæð 40 cm.   Be ye welcome, good my friends! Icelandic carved horns Drinking horn - Welcome horn, 17th century Ornately carved horn, parts of which have been sawn off. It is divided into five bands, with figurative and non-figurative ornament alternately, and two bands of inscriptions. The uppermost band depicts Adam and Eve with the Tree of Knowledge of Good and Evil. Beneath this band is an inscription, with an ornamental border above and below the lettering. In the band below the inscription is an image of the crucified Christ flanked by the Virgin Mary and St.John. At the other side of the band is the Lamb of God, Agnus Dei, with a banderole [cleft flag]. The inscription in the strip below this reads on from the line above: the upper line reads gudvel/mner/god and the lower gledied ... {be ye welcome, good my friends, and be glad}, in Gothic capitals. The horn is undated. The band at the bottom of the horn has stylised ornament. The horn is said to have been discovered in the 1830s on the Gláma moor in Ísafjarðarsýsla [West Fjords], and it came to the Antiquarian Collection in 1865 from the pastor at Staður, Steingrímsfjörður. Height 40 cm. (Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 1.4.2011)

Main information

Dating
1650 - 1700
Object-related numbers
Museumnumber a: 261 "Museumnumber b": 1865-69
Place
Núverandi sveitarfélag: Ísafjarðarbær, Ísafjarðarbær
Exhibition text
Drykkjarhorn úr nautshorni, hefur verið lengra í öndverðu, með mynd af Adam og Evu í Eden, fugli og dýrum, einnig Kristi á krossinum með Maríu og Jóhannesi hjá, svo og Guðs lambi. Áletrun er með höfðaletri: Guðvelkomnir góðir vinir, gleðjið (yður). Frá 17. öld, myndirnar virðast gerðar eftir myndum í Guðbrandsbiblíu, prentaðri 1584. Fannst á fjallinu Glámu á Vestfjörðum. 261 Drykkjarhorn með myndum af Adam og Evu í Paradís, Kristi krossfestum og Maríu og Jóhannesi hjá, einnig dýrum og Guðs lambi. Áletrunin er með svonefndu höfðaletri: Guðvelkomnir góðir vinir, gleðjið (yður). . Frá 17. öld. Spjaldtexti: Horn sem meðal annars sýnir Adam og Evu við skilningstré góðs og ills. Frá 17. öld. Drinking horn depicting Adam and Eve at Tree of the Knowledge of Good and Evil. 17th century.
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Drykkjarhorn
Depiction:
Biblíumynd
References
Ellen Marie Mageröy. Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra för „brennevinstiden.“Köbenhavn 2000 (Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum Vol. VII), bls. 91-92 og 154-155.     Guðvelkomnir , góðir vinir! Útskorin íslensk horn. Ritstjóri: Bryndís Sverrisdóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 24. 2011.     Be ye welcome, good my friends! Icelandic carved horns. Editor Bryndís Sverrisdóttir. Rit Þjóðminjasafns Íslands 24. 2011.