Skúfarspjald

In preservation at
National Museum of Iceland
Skúfaspjald. Fjöl, lítil, úr brúnum harðviði, sem þannig er sniðin til við enda, að typpi gengur fram á hornum, en á milli verður eftir bein brún. Lengd 23,3 cm, breidd 5,7 til 5,9 cm, þykkt 0,9 cm, en lengd við typpi, sem eru örlítið mislöng, 1,3 cm mest. Öll eru typpin bogadregin að framan og að innanverðu, og brúnir milli þeirra ávalar. Spjaldið er slétt vel. Smíðað af gefanda eftir fyrirsögn Guðrúnar Runólfsdóttur að Fossi á Rangárvöllum, 98 ára. Móðir hennar, Katrín í Snotru í Þykkvabæ, notaði skúfarspjöld, er hún bjó til þráðarskúfa í skotthúfur.

Main information

Object-related numbers
"Museumnumber b": 1962-203
Dimensions
23.3 x 5.9 x 0.9 cm Lengd: 23.3 Breidd: 5.9 Hæð: 0.9 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Skúfarspjald