Stundatafla

1961 - 1969
In preservation at
National Museum of Iceland
Stundaskrá frá 7. áratugi 20. aldar, útgefin af Loftleiðum. Stundaskráin er merkt gefanda, Vigdísi Pálsdóttur, en á þessum tíma kenndi hún í Kennaraskólanum. Úr töflunni má lesa að hún hefur kennt 3. og 4. bekk munsturteikningu og föndur, alla daga vikunnar, eftir hádegi. Á hinni hlið töflunnar er litskrúðug auglýsing frá Loftleiðum, þar sem ánægð börn eru á leið í flugvél, en flugmaður og flugfreyja standa hjá og heilsa börnunum. Stundaskráin er prentuð í Lithoprent hf. Dóttir gefanda, Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, afhenti fyrir hönd móður sinnar.

Main information

Dating
1961 - 1969
Object-related numbers
"Museumnumber b": 2008-12-2
Dimensions
13.1 x 24.8 x 0 cm Lengd: 13.1 Breidd: 24.8 Hæð: 0 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Stundatafla