Mundlínuhringur

In preservation at
National Museum of Iceland
Mundlínuhringur (servíettuhringur) úr silfri, 3,6 cm breiður og 4,9 cm í þvermál. Á honum er afmarkaður kringlumyndaður skjöldur með perlukransi umhverfis og þrykktum blómum til beggja hliða. Á skjöldinn er grafið G.M. sem eru upphafsstafir Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta, 1873-1918), skálds og prentara. Hringurinn er stimplaður H&C og mun vera þýzkur. Að auki er á honum gæðastimpillinn 830S og tölustafurinn 2. Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur.

Main information

Object-related numbers
Museumnumber a: 12940 "Museumnumber b": 1941-75
Dimensions
4.7 x 3.6 cm Lengd: 4.7 Breidd: 3.6 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords