Vasaúr

In preservation at
National Museum of Iceland
Gullúr. Þetta er lítið vasaúr með lengri festi. Þvermál 3.4 sm, þykkt 1 sm. Á skífunni stendur með svörtu latnesku prentletri: INVAR, Magnús Benjamínsson & Co. Á lokið er grafið með flúruðu skrautverki: VS. Innan á því eru ýmsar tölur og merki. Á úrverksskífuna er grafið INVAR og ýmis vöruauðkenni, og auk þess út við jaðra: Kveðja frá Vífilsstaðabúum. Sporöskjulaga hulstur leikur á festinni, og er það úr gulli eins og hún. Á aðra hlið þess er grafið: Til VKS, en á hina: frá TS. Hulstur þetta er 1.4 sm á lengd.

Main information

Object-related numbers
Museumnumber a: 15010 "Museumnumber b": 1951-256
Dimensions
3.4 x 0 x 0 cm Lengd: 3.4 Breidd: 0 Hæð: 0 cm
Place
Staður: Vífilsstaðir / Vífilsstaðabúið, Vífilsstaðabúið, 210-Garðabæ, Garðabær
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Vasaúr

Place of origin

64°4'59.5"N 21°53'25.8"W