Minningarmark, + tilefni

1918
In preservation at
National Museum of Iceland
Úr aðfangabók: Minningarmark Guðmundar Magnússonar, skálds og prentara (f. 1873, d. 1918), sem einnig tók sér skáldanafnið Jón Trausti. Það gert úr silfri og er í líkingu pálmaviðargreinar með bandi um stilkinn og er þetta grafið á bandið: Guðmundur Magnússon / skáld og prentari / *1873, +1918 / Frá Hinu íslenzka prentarafélagi. Neðar á stilknum eru 2 stimplar: BB og BA [í rúnum], sem eru smiðsstimplar Baldvins Björnssonar og Björns Árnasonar*, auk gæðastimpilsins 930S. Minningargreinin er saumuð á svartan silkipúða, með hvítri snúru umhverfis, sem innrammaður er í svörtum ramma með gleri. Er hann 47,8 cm að l., en 38 cm að br. Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur. *Björn Árnason og Baldvin Björnsson voru feðgar og báðir þekktir gullsmiðir.

Main information

Dating
1918
Object-related numbers
Museumnumber a: 12941 "Museumnumber b": 1941-76
Dimensions
47.8 x 38 cm Lengd: 47.8 Breidd: 38 cm
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
References
Þór Magnússon.  Silfur í Þjóðminjasafni.  Reykjavík, 1996: 41.