Skauttreyja

In preservation at
National Museum of Iceland
Ólöf Einarsdóttir,
frk. Reykjavík (dánargjöf): Skauttreyja úr svörtu klæði, 41,5 cm á hæð
í bakið, 60 cm víð um mittið, en 86 cm um brjóstið, ermar ca 53 cm langar
upp á öxl. Treyjunni er krækt saman framan á með 14 krókapörum með jöfnu
millibili, en eitt krókapar er í klauf hvorrar ermar. Á börmum og aftur
fyrir hálsmálið er 4,5 cm breiður, silfurfaldaður flauelsborði, dökkblár,
og sams konar uppslög, 8,5 cm breið eru á ermunum. Á baki og kringum handvega
eru leggingar úr sams konar flaueli, bryddar með einföldum silfurvírsblúndum.
Bolur treyjunnar er fóðraður með brúnum, ermarnar með smárúðóttu ljósu
efni. Innan í uppslögum ermanna er eins konar silkiefni, brúnt. Sbr. næsta
nr.
Main information
Material
Object-related numbers
Museumnumber a: 12158
"Museumnumber b": 1937-114
Record type
Collection
Undirskrá: Munasafn
Keywords
Keyword: Skauttreyja