Spónn

In preservation at
National Museum of Iceland
Spónn, horn, "Hafurshorn". Hornspónn, með venjulegu lagi, útskorinn. Efnið er ljóst hafurshorn en greina má rákir og flekki með dökkum lit. L. við spón þennan 18.2 sm, þar af er l. skafts um 13.2 sm, mest br. 5.1 sm og mest þ. 0.5 sm. Skorin er áletrun langsum á efra barði skafts og er þar letrað með upphafsstöfum “Hafurshorn”, rákir í grunninum og kringum áletrunina er skorin skrautleg umgerð. Mjódd höfð við mót blaðs og skafts og þar brúnaútskot tvö, hvort gegnt öðru, endir að aftan sem lauf og gerð þar tvö göt í gegn, annað þeirra, nær oddi, er kringlótt, hitt hjartalaga, en hak, ávalt, gengur fram við brúnir innan laufsins, á oddi, fram að áletrun, er skraut úr mótum línum. Neðan á handfanginu, aftan við miðju, er gert ártal, 1925, í ferhyrndum, ílöngum reit, langsum, grunnurinn með strikum og tölur nær skildar eftir. Spónn þessi er frá Sigurhirti Sigurðssyni. Skeið, Svarfaðardal.

Main information

Object-related numbers
Museumnumber a: Á-829
Dimensions
18.2 x 5.1 x 0.5 cm Lengd: 18.2 Breidd: 5.1 Hæð: 0.5 cm
Place
Staður: Skeið, 621-Dalvík, Dalvíkurbyggð
Record type
Collection
Undirskrá: Ásbúðarsafn (Á)
Keywords
Keyword: Spónn

Place of origin

65°51'23.7"N 18°45'36.1"W